• Jóhann Ásmundsson – Bassaleikari & upptökustjóri

    
  Eigandi og upptökustjóri Stúdíó Paradísar er Jóhann Ásmundsson bassaleikari, best þekktur sem Jói í Mezzoforte. Þá hljómsveit stofnaði hann 16 ára gamall ásamt þremur vinum sínum, þeim Gunnlaugi Briem, Eyþóri Gunnarssyni og Fiðriki Karlssyni. Mezzoforte hafði ekki spilað lengi þegar hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhiminn tónlistarbransans með útgáfu lagsins Garden Party 1983. Nú, þrjátíu árum síðar nýtur hljómsveitin enn alþjóðlegra vinsælda og virðingar og heldur reglulega tónleika víða um heim.
   
  Einstakur bassaleikur Jóhanns hefur löngum verið undirstaða hins vel þekkta Mezzoforte hljóms. Auk þess að spila með Mezzoforte gaf Jóhann út sína fyrstu sólóplötu “So low” 2001. Jóhann hefur spilað og starfað með flestum fremstu tónlistarmönnum landsins og á undanförnum árum hefur hann fundið tónlistarhæfileiknum sínum nýjan farveg og einbeitt sér í ríkara mæli að upptökustjórn og byggt þar á sinni umfangsmiklu þekkingu og reynslu af ólíkum tónlistarsviðum.
   
   
   

  Ásmundur Jóhannsson – Trommuleikari & upptökustjóri

   
  Hinn upptökustjóri Stúdíó Paradísar er trommuleikarinn Ásmundur Jóhannsson, og sonur Jóhanns. Ási hefur á undanförnum árum starfað við upptökustjórn, undirleik og hljóðblöndun í Hlöðveri Hljóðveri og lagt sérstaklega áherslu á metal tónlist. Þá hefur hann spilað með Perlu og blúsbandi Jóhönnu Guðrúnar og Ella. Auk margvíslegra vinnu sem hljóðmaður á tónleikum og tónlistarviðburðum.